Dynjandi

Bláberja- og aðalbláberjalyng

Þegar gengið er upp með Dynjanda, getur að líta fjölbreytilega flóru. Má þar nefna tvær tegundir af ættkvíslinni Vaccinium: Bláberjalyng og aðalbláberjalyng.
Bláberjalyng

Bláberjalyng, V. uliginosum
er algengt um land allt og vex það gjarnan í lyngmóum, á mýraþúfum og í fjallshlíðum.
Laufblöð plöntunnar eru ávöl, dökkgræn og oft rauð og rauðbrún á jöðrunum. Stönglarnir eru brúnir og jarðlægir.

Aðalbláberjalyng

Aðalbláberjalyng, V. myrtillus
er ekki eins útbreidd því hún vex einkum í snjódældum, en þar liggur snjór yfir langt fram á vor.
Laufblöð plöntunnar eru ljósgræn, oddmjó og tennt. Stönglar eru grænir og lyfta þeir plöntunni upp frá jörðu.