Þá er komið að verkefni 2 í margmiðlun er þar er okkur ætlað að velja orð og fanga merkingu þess með myndum. Ég valdi mér orðið "Foss". Fossar hafa alltaf heillað mig og ég hef myndað þá marga. Einn af mínum uppáhaldsfossum er sjálfur Dynjandisfoss, eða Fjallfoss sem fellur fram af Dynjandisheiði. Fossinn er vatnsmikill og dynurinn frá honum er svo mikill að varla heyrist mannsins mál í nágrenni hans. Ég tók yfir hundrað myndir af honum en valdi þær sem mér fannst sýna best kraftinn sem maður finnur í nágrenni við fossinn og dyninn sem er nánast óþægilegur. Í mínum huga er þessi foss haddur sjálfrar Fjallkonunnar... Og ég get ekki stillt mig um að birta hér enn eina myndina af þessum stórbrotna fossi: