Hópverkefni 1 snýst um skoðun heimilda, öflun gagna og virka þátttöku í umræðum hópsins á vef áfangans.
Hópur 4: Óttar Ólafsson, Rakel Gústafsdóttir og Sigurlaug Kristmannsdóttir.
Umfjöllun: Nike og McDonalds
Spurningar til viðmiðunar í umræðum hópsins og við úrvinnslu:
Hvað einkennir grafíska hönnunina í kringum ímynd stórfyrirtækis?
Hvert er lógó fyrirtækisins? Hefur lógóið þróast í gegnum árin, hvernig og hvers vegna?
Hverjir eru einkennandi litir fyrirtækisins? Standa litirnir fyrir eitthvað sérstakt?
Hvernig kemur ljósmyndun við sögu í ímyndasköpun stórfyrirtækisins?
Hvaða leturgerð er notuð í tengslum við fyrirtækið?
Hvernig birtist hönnunin í mismunandi samhengi, svo sem í tímarita- eða dagblaðaauglýsingum? Í sjónvarpsauglýsingum? Í stafrænu formi á netinu? Á bréfsefni eða vefsíðu fyrirtækisins? Í skiltaformi eða á plakati? Á prentað á bol?
Hvað er það í hönnuninni sem gerir það að verkum að fólk finnur undir eins á sér um hvaða fyrirtæki er að ræða?
Sagt hefur verið að vörumerki stórfyrirtækja standi fyrst og fremst fyrir ákveðna hugmynd, fremur en framleiðsluvöru. Hvaða hugmyndir tengjastþeim stórfyrirtækjum sem eru til umfjöllunar í hópnum? Eru þessar hugmyndir umdeildar?