Veljið eitt atriði af þessum tíu og útskýrið í stuttu máli hvað ykkur finnst áhrifaríkt við atriðið og hvernig klippingin kemur þeim áhrifum til skila.
Atriðið sem ég valdi mér er tekið úr myndinni Arabíu Lawrence (Lawrence of Arabia). Leikstjóri myndarinnar var David Lean og myndin er gerð eftir handriti T.E. Lawrence. Anne Coates sá um að klippa myndina. Á meðal leikara eru Peter O'Toole, Alec Guinness, Omar Sharif og Anthony Quinn.
Myndin var tekin á árunum 1961 og 1962 og hún var frumsýnd í kjölfarið. Árið 1963 var hún tilnefnd til tíu Óskars verðlauna og hlaut hún sjö af þeim. Myndin er sannsöguleg og byggð á minningum höfundarins T.E. Lawrence, en hann var enskur liðsforingi sem barðist með Aröbum gegn Tyrkjum í fyrri heimsstyrjöldinni.
Myndin er ógleymanleg þeim sem hafa séð hana og er hún talin lýsa vel menningu og sögu frá árum fyrri heimsstyrjaldarinnar í Austurlöndum nær. Atriðið sem fjallað verður um hér hefur verið kallað „the match cut“ eða eldspýtu klippan og það er hægt að skoða með því að smella á þessa slóð:
Verkefnið mitt er hér: Arabíu Lawrence