1. apríl 2017

Hef setið við vefnað í allan dag. Búin að setja inn erindi og ritverk. Held að allt sé komið en bæti við ef ég rekst á fleira. Valdi að setja ritverkin inn á issuu.com en glærurnar í slideshare.com. Það tók mig smá tíma að finna frumgerðir glæranna, þurfti að opna nokkra geisladisa – og sækja gamla fartölvu með geisladrifi – til þess verks. Óttalega eru geisladiskar leiðinlegar efnisgeymslur og gamla tölvan var hægvirk, ekki fyrir mína óþolinmæði. Ætli aukin hraði tölva sé hluti af vaxandi óþolinmæði minni? Eða kannski er það bara aukin eigin tíðni jarðar sem er þar á bak við. Hver veit, en hvað um það. Ég er nokkuð sátt við dagsverkið og ætla að hugsa um síðasta kaflann (Höfundur) það sem efir lifir kvöldsins. Er líka að hugsa um að skella veftré sem fimmta lið á bannernum.

Setti einnig Creative Common merki neðst á bannerinn, finnst reyndar bannerinn verða óþarflega hár við það, endurskoða það síðar.