Ljósmyndun tengist útivist og ég nýt þess að taka myndir af því sem ég sé í náttúrunni. Vatnsföll, plöntur og vitar hafa lengi verið áhugamál hjá mér og ég safna t.d. myndum af vitum Íslands. Einhvern tímann geri safnsíðu fyrir alla vita landsins.

Kisur heilla mig og þegar ég sé þær skjótast um í borginni þá smelli ég af þeim myndum. Þetta eru skyndimyndir og aldrei að vita fyrr en eftirá hvernig þær heppnast. Hér eru tvær kisumyndir:

Myndir teknar á liðnum árum, ýmist á myndavél eða síma.

Sigurlaug Kristmannsdóttir, Jón Örn Arnarson tók myndina

Sigurlaug Kristmannsdóttir ljósmyndar Stafnesvita, Jón Örn Arnarson tók myndina