Guðmundur Kristmann Guðmundsson, faðir minn fæddist á Bala á Stafnesi. Amma og afi, Guðrún Guðmundsdóttir og Guðmundur Guðmundsson ráku þar bú. Balinn er enn í eigu fjölskyldunnar og þangað sækjum við niðjarnir ennþá lífskrafti og hlýju sem amma og afi voru svo rík af. Í mínum augum er Balinn fallegasta bújörð á Íslandi.   Ýmsar greinar hafa birst um afa og ömmu í dagblöðum. 

Í norðaustur frá Bala sér til Hvalsneskirkju. Kirkjan var ömmu og afa mjög kær og ólumst við niðjar þeirra upp við að bera virðingu fyrir henni og því sem hún stendur fyrir. Lítinn bækling um Hvalsneskirkju gerði ég á vorönn 2016. Bæklinginn tileinkaði ég minningu ömmu og afa á Bala. 

Frá Bala sér í suðvestur til Stafnesvita, en hann var byggður árið 1925, en það ár fæddist einmitt, faðir minn. Fjaran í kringum vitann hefur örugglega verið leiksvæði hans á bernskuárunum. Vitinn hefur ævinlega haft mikið aðdráttarafl á mig og litir vitans eru kveikjan að litavalinu á þessari síðu. 

Þetta myndband er tekið við Stafnesvita og ef horft er af athygli, má sjá Hvalsneskirkju í fjarska og Balann líka. Myndbandið er tileinkað minningu föður míns.

Örnefni á Stafnesi, sjá Sarpur.is

  • Magnús Þórarinsson, „Leiðir, lendingar og örnefni á Miðnesi; Stafnes“, Frá Suðurnesjum. Frásagnir frá liðinni tíð, Félag Suðurnesjamanna í Reykjavík, Hafnarfirði, 1960, bls. 151 –165. 
  • Halldóra Ingibjörnsdóttir, Flankastöðum, bar lýsingu Stafness undir Guðmund Guðmundsson, Bala, Stafnesi. 
  • Ari Gíslason, “Örnefni í túni” Ari Gíslason skráði eftir Metúsalem Jónssyni. 

Stafnes 1919, kort frá 1919 varðveitt af Guðmundi L. Guðmundssyni.

Stafnes 1937, kort frá 1937 varðveitt af Guðmundi L. Guðmundssyni.