Vefurinn okkar Maríu Bjargar Kristjánsdóttur í Nát 103 fékk eLearning verðlaun haustið 2002. Þessi verðlaun eru veitt af evrópska skólanetinu eða eSchola.

eSchola logo

Við skráninguna kölluðum við verkefnið okkar: “Motivating Students in Studying Biology”. Þetta eru vefirnir sem við skráðum til keppni:

Þetta var vefurinn sem við vorum að vinna þegar við fengum verðlaunin:

Verkefnið okkar lenti fyrst í hópi 100 útvalinna af rúmlega 700 verkefnum sem voru skráð til keppni. Það út af fyrir sig þótti okkur mikill sigur. Seinna kom í ljós að verkefnið okkar var komið í hóp þeirra 16 bestu. Okkur var boðið að koma til Stokkhólms og vera viðstaddar afhendingu eLearning verðlaunanna. Verðlaunin voru afhent í gamla þinghúsinu í Stokkhólmi þann 21. nóvember 2002. Þar kom í ljós að okkar verkefni hlaut: The Digital Brain Award for Innovative Use of ICT in Science

Við María kynntum verkefnið okkar fyrir öðrum þátttakendum í Stokkhólmi. Áður höfðum við kynnt verkefnið okkar á UT ráðstefnu um vorið 2002.

Frétt Morgunblaðsins af verðlaununum, 25.11.2002

Frétt Morgunblaðsins af verðlaununum, 27.11.2002

Verðlaunin voru ávísun uppá 4000 evrur og viðurkenningarskjal.

María Björk og Sigurlaug fá eSchola verðlaun

Við verðlaunaafhendinguna í Stokkhólmi

María Björg og Sigurlaug