3. apríl 2017
Tókst að setja myndir með texta flæðandi í kring eftir ábendingu frá Samúel Erni kennara. Takk Samúel Örn, mikill léttir. Lærði af þessu. Var með skipun tvisvar sinnum við mynd og það gengur auðvitað ekki.
Hef verið að pirra mig á enskum orðum hingað og þangað á síðunum, tengdum bloggi eða pósti. Fékk ábendingu um að nota Loco Translate viðbót til að laga það. Get ekki betur séð en að Loco translate þýði alla síðuna á önnur tungumál, en það er ekki það sem ég var að hugsa um. Fékk ábendingu frá syni mínum um að fikta í Editornum í skrá sem heitir Archive.php. Ég sagðist ekki hafa kjark til að breyta henni og stráksi svaraði: Safnaðu þá kjarki móðir góð! Takk Jón Örn, sonur sæll. Ég tok áskoruninni og fann streng með “Posts in Category” og ég tók hann út og viti menn, setningin hvarf af heimasíðunni! Nú er ég að safna kjarki til að finna “Written by” og “Older Entries” í þessari skrá og eyða…
Þorbjörg benti mér á að nota Ninja Form til að setja upp skilaboða síðu og hér er hún komin: https://sigurlaug.is/hafa-samband/