13. apríl 2017
Fór að Stafnesi undir kvöld og myndaði vitann í kvöldbirtunni. Smá sólarglæta gæðist út undan skýjunum og lýsti vitann upp, nóg til þess að festa á filmu kvöldbirtuna sem féll á vitann. Mér tókst að skemma þrífótinn við þessa iðju, það var kalt í veðri og ég orðin loppin á höndunum við myndatökuna og slysaðist til að taka of fast á einum samskeytum á fætinum. Mjög ósátt við þetta, en tjóir ekki að vola yfir því.

Þegar heim var komið bætti ég tveimur myndum í aðalborðann efst á síðunni og setti inn 8 smámyndir á síðuna Erindi. Bætti inn eftirtöldum krækjum á yfirborðann: Námsefni, Erindi, Ritverk og Höfundur. Þetta er allt að koma.

Setti inn fleiri undirsíður undir Höfundur. Skrifa texta á þær síður á laugardaginn.