16. apríl 2017.
Kötturinn LommiÍ dag bættust við síður Um sigurlaug.is, Fjölskylda, Bali, Áhugamál, Menntun og Störf sem falla í flokkinn Höfundur. Ég hlóð inn Accordion plugin og setti efni á þrjár af þessum síðum inn í harmonikur sem það plugin gerir svo flott. Efnið á hinum þremur síðunum passaði ekki í harmonikuna, t.d. tókst mér ekki að láta myndagallerý birtast rétt þar.

Áttaði mig ekki alveg strax á því hvernig unnið er með þessar harmonikur og hringdi í vin, Díönu Sigurðardóttur sem kenndi mér þetta á örfáum mínútum. Takk Díana, gott að hafa svona reyndan kennara á línunni þegar mikið liggur við.

Síðurnar eru núna alls 64 og verður ekki fleiri síðum bætt við að þessu sinni. Næsta mál á dagskrá er að lús-lesa allt efni yfir og lagfæra málfar og innsláttarvillur.

Í lokin ætla ég að búa til myndagallerý sem mun fara á forsíðuna. Það gallerý ætla ég svo að nýta í síðasta hreyfimynda verkefnið.

Kötturinn Lommi fylgist með vefsíðugerðinni af miklum áhuga og auðvitað bættust myndir af honum í myndadagbókina. Hér er mynd af Lommanum með íbygginn svip.