18. apríl 2017
Ég stóð ekki við stóru orðin frá því í morgun og settist aftur við vefnað í dag. Var óánægð með síðuna um áhugamálin, það var allt of mikið efni á henni svo nú bætti ég við fjórum undirsíðum og skipti efninu niður á þær. Þurfti svo að gera síðuna um áhugamál að safnsíðu. Þá er heildarfjöldi síða orðinn 67.
Ætla að halda áfram og bæta við myndum í myndagallerýið á forsíðunni. það verður smiðshöggið aftur og af enn meira krafti en í morgun. Komið:
- Fjaran
- Stílvopn
- Kötturinn Lommi
- Innkirtlakerfið
- Fossar
- Hvalsneskrikja
- Snækóróna
- Prjónað úr afgöngum
- eSchola verðlaun
- Munnur
- Arnarson fjölskyldan
- Líffræði
- Sigurlaug
- Mannslíkaminn
- Jólajón
- Dynjandi
- Stafnesviti
- Hafnarfjarðar-Skotta

















