Snækóróna

Snækóróna

Frá blautu barnsbeini hef ég haft mikinn áhuga á plöntum og garðrækt. Ég rækta inni og útiplöntur og hef gaman af því að sinna þeim. Plöntur eru lifandi verur og það er gott að hafa þær í kringum sig. Myndin hér til hliðar er af Snækórónu, Philadelphus coronarius sem vex í garðinum okkar.

Ég nýt þess að ganga um vilta náttúru og skoða gróður jarðar. Á þessari litlu vefsíðu má svo sjá myndir af nokkrum plöntum úti í náttúrunni. Myndirnar eru teknar af okkur hjónum á gönguferðum okkar um landið.

Myndirnar á þessari vefsíðu má einnig sjá hér: