20. apríl 2017 – Sumardagurinn fyrsti
Hélt áfram að vefa og bætti þankabrotum Didda frænda við, með hans leyfi að sjálfsögðu.

Og hér er komin leiðrétt útgáfa af ljóðinu í Gagn og gaman 2, en nú er komið í ljós að það var Ísak Jónsson, stofnandi Ísaksskóla sem samdi þetta:

Nú áttu að læra að lesa
litli stúfur minn.
og vera ósköp iðinn
elsku drengurinn.

Og litla stúlkan ljúfa
líttu á þetta blað.
Þú líka þarft að læra
svo lesið getir það.

Þá fjúkið úti fýkur
og frostið bítur kinn.
Þá bezt er bók að taka
og byrja lesturinn.

Og læra ljóð og sögur
og lesa margt og nýtt.
Því nú er ylur inni
og oftast bjart og hlýtt.