Bók um foreldra móður minnar, Snjólaugar Sigfúsdóttur, þau Sigfús Jóhannesson og Sigurlaugu Björnsdóttur, unnin sem hluti af námi við Borgarholtsskóla í Hagnýtri margmiðlun á vorönn 2016. Bókin hefur verið prentuð í 50 eintökum og nú þegar hafa 30 þeirra verið gefin vinum og vandamönnum.
Viðtal við höfund um efni bókarinnar var í Mannlega þættinum á Rás 1 Ríkisútvarpsins þann 7. desember 2016. Lísa Pálsdóttir dagskrárgerðarmaður tók viðtalið. Viðtalið er birt hér með leyfi dagskrárgerðarmanns.