17. apríl 2017
Í allan morgun hef ég setið við að lúslesa textann á síðunum og laga málfar og innsláttarvillur. Einnig hef ég minnkað margar myndir og passað uppá að það lofti vel í kringum þær.
Setti myndagallerý á svæðið fyrir neðan flekana fjóra. Bjó fyrst til borða og hann var ekki snjalltækja vænn, þannig að nú er komið þar myndagallerý. Röð myndanna stokkast upp við endurræsingu á síðunni.
Búin að vera törn um páskana og á morgun set ég síðuna í salt og huga að verkefni í fræðilega hlutanum. Það á að fjalla um síðuna mína sem miðil. Mun tengja það verkefni við þessa síðu svo það er eins gott að vanda sig.
Í dag bættust við síður Um sigurlaug.is, Fjölskylda, Bali, Áhugamál, Menntun og Störf sem falla í flokkinn Höfundur. Ég hlóð inn Accordion plugin og setti efni á þrjár af þessum síðum inn í harmonikur sem það plugin gerir svo flott. Efnið á hinum þremur síðunum passaði ekki í harmonikuna, t.d. tókst mér ekki að láta myndagallerý birtast rétt þar.
