Skip to main content

Meta tög

19. apríl 2017
Setti inn viðbót sem heitir Yeost SEO og það gerir kleift að setja meta tög á síður hér í WordPress. Samúel Örn kennari benti mér á þessa viðbót. Takk Sammi, en viðbótin gerir þó meira. Hún gerir kröfur um ákveðinn fjölda orða og lætur mig vita ef ég uppfylli það ekki. Hún gefur líka ti lkynna hvor síður eru læsilegar eða ekki. Ég er nún ekki alveg viss um að miðaldra, fyrrum kennslukona þoli slík afskipti. En lengi má manninn reyna.

Smiðshöggið aftur

18. apríl 2017
Ég stóð ekki við stóru orðin frá því í morgun og settist aftur við vefnað í dag. Var óánægð með síðuna um áhugamálin, það var allt of mikið efni á henni svo nú bætti ég við fjórum undirsíðum og skipti efninu niður á þær. Þurfti svo að gera síðuna um áhugamál að safnsíðu. Þá er heildarfjöldi síða orðinn 67. 

Ætla að halda áfram og bæta við myndum í myndagallerýið á forsíðunni. það verður smiðshöggið aftur og af enn meira krafti en í morgun. Komið:

Smiðshöggið

18. apríl 2017
Bætti við texta undir myndirnar í mynda albúminu undir flekunum fjórum á forsíðunni. Þar með er komin tenging á milli albúms og síðunnar. Setti einnig textann: Meðal efnis á síðunni fyrir ofanÞetta var smiðshöggið sem vantaði í gær. Ég er sátt við síðuna og geri ekki meira fyrr en ég fæ athugasemdir frá kennurum. Vef-páskafríið er á enda komið og vefarinn mikli frá Sandgerði (ég) er þreyttur, en sáttur við afraksturinn. 

Mynda albúmið: