Skip to main content

Dagbók í myndum

14. apríl 2017
Bjó til nýja síðu og nýtt mynda-gallerý. Þetta hugsa ég sem nokkurs konar dagbók í myndum. Ætla að setja eina mynd á dag, þannig að hún lýsi því hvað mér fannst merkilegt við daginn. Mynda dagbókin er hér og smátt og smátt munu bætast við fleiri myndir. Myndin efst til vinstri verður ævinlega sú nýjasta.

Fyrsta myndin er af Balanum mínum kæra og ef grannt er skoðað sést eiginmaður minn kær líka á myndinni.

Kvöldbirta

13. apríl 2017
Fór að Stafnesi undir kvöld og myndaði vitann í kvöldbirtunni. Smá sólarglæta gæðist út undan skýjunum og lýsti vitann upp, nóg til þess að festa á filmu kvöldbirtuna sem féll á vitann. Mér tókst að skemma þrífótinn við þessa iðju, það var kalt í veðri og ég orðin loppin á höndunum við myndatökuna og slysaðist til að taka of fast á einum samskeytum á fætinum. Mjög ósátt við þetta, en tjóir ekki að vola yfir því.

Þegar heim var komið bætti ég tveimur myndum í aðalborðann efst á síðunni og setti inn 8 smámyndir á síðuna Erindi. Bætti inn eftirtöldum krækjum á yfirborðann: Námsefni, Erindi, Ritverk og Höfundur. Þetta er allt að koma.

Setti inn fleiri undirsíður undir Höfundur. Skrifa texta á þær síður á laugardaginn.

Millisíður

12. apríl 2017
Unnið við að laga millisíður undir Erindi, þannig að þær verði í sama stíl og millisíður undir Námsefni og  Ritverk. 

Síðar sama dag:
Breytti síðunni NámsefniHún var áður aðeins textasíða, en nú eru komnar þangað myndir. Breytti síðunni Höfundur til samræmis. Með þessu móti eru síðurnar komnar með nokkurs konar bakgrunnsmynd, án þess að rita þurfi texta yfir myndirnar. Þarf að breyta síðunum Erindi og Ritverk til samræmis við þessar síður. Breyti þeim á morgun. og svo þarf ég að setja meira efni á síðuna Höfundur.