Vefurinn

Vefurinn sigurlaug.is er unninn sem lokaverkefni í áfanganum Upplýsinga og gagnamiðlun, MMUP4UV12. Þessi áfangi tilheyrir námi í hagnýtri margmiðlun sem ég hef lagt stund á við Borgarholtsskóla síðast liðna tvo vetur. Í tengslum við þetta nám setti ég upp skilasíðu eins og okkur nemendum var uppá lagt að gera. Skilasíðuna má nálgast hér.  Þar sem þessi síða mun brátt detta af vefnum, þá er hún hér endurgerð.

Hér er fræðileg umfjöllun um vefinn, unnin í tengslum við áfangann Upplýsinga og gagnamiðlun MMUP4UV12 á vorönn 2017.

 

Viðfangsefnið

Viðfangsefnið ákvað ég vegna þess að mig langaði að safna saman á einn stað efni sem eftir mig liggur vítt og breitt um veraldarvefinn. Sambærilegan vef vann ég árið 2004 og er hann barn síns tíma, auk þess sem mikið efni hefur bæst við síðan þá. Þann vef uppfærði ég síðast í júlí 2006. Á árunum sem liðin eru frá þeim tíma hefur vefsíðugerð breyst mikið og tæki til að skoða vefsíður hafa líka breyst. Slóðin að gamla vefnum mínum er sigurlaug.arnarson.is.

 

Höfundarrétturinn

Ég endurtek höfundarréttar áminninguna sem ég skrifaði á gömlu síðuna og gilda þau orð einnig um nýju síðuna:

Ef efni vefsins getur orðið öðrum að gagni, þá er það hið besta mál. Mín krafa er þó sú að fullt tillit verði tekið til þess að:

Allt efni á þessari vefsíðu og undirsíðum hennar, er verndað af ákvæðum höfundalaga. Það er sett hér til þess að unnt sé að lesa það af skjá. Sérhver eintakagerð eða dreifing efnisins þess utan er óheimil nema til komi samkomulag við handhafa höfundarréttar.

Creative Commons LicenseAllar síðurnar hef ég merkt með þessu Creative Commons tákni og fer ég fram á að skilmálar þess verði virtir: This work is licensed under a Creative Commons Attribution 4.0 International License.

 

Vefumsjónarkerfið

Vefsíðan sigurlaug.is er sett upp í WordPress og þemað sem síðan er unnin í heitir evolve theme frá Theme4Press. Til viðbótar eru eftirfarandi viðbætur notaðar:

 
Litavalið
Stafnesvit

Stafnesvit

Litirnir á borðum á síðunni eru nánast þeir sömu og litirnir á Stafnesvita, en þeir litir þykja mér fallegir og minna mig á þann kröftuga stað. Fleiri vitar á landinu bera þennan lit. Í mínum huga eru kennarar eins og vitar í mannheimum, þeir lýsa leiðina fyrir nemendur sína og gera þeim kleift að ná markmiðum sínum. Þess vegna fannst mér viðeigandi að nota þennan lit á þessari síðu.

Ljósmyndirnar

Ljósmyndirnar á vefnum hef ég allar tekið sjálf, nema annað sé tekið fram.

 
Þakkir

Allir kennarar sem komu að þessum áfanga fá kærar þakkir fyrir góða kennslu: Hafdís Ólafsdóttir, Hákon Már Oddsson, Kristín María Ingimundardóttir. Kristveig Halldórsdóttir, Samúel Örn Smárason og Sigurbjörg Jóhannesdóttir.

Einnig fær fjölskyldan mín, Jón Örn Arnarson eldri, Jón Örn Arnarson yngri og Sunna Björt Arnardóttir, kærar þakkir fyrir stuðning og hvatningu.

Reykjavík á vordögum 2017

Sigurlaug Kristmannsdóttir, sigurlaug@sigurlaug.is og sigurlaug@arnarson.is