Vefir unnir í tengslum við kennslu í Líffræði (NÁT 103) við Fjölbrautaskólann í Ármúla á 12 önnum frá vorönn 2002 til sumarannar 2004. Hér var ýmist um að ræða fjarkennslu eða staðbundna kennslu. Á fyrstu önnum fjarkennslunnar var ekki notast við kennslukerfi (t.d WebCT eða Moodle) og því komu þessir vefir í stað slíkra kerfa.
Gagnvirkar æfingar og verkefni sem tilheyra þessu námi má einnig finna hér. Þessi verkefni og fleiri til eru á síðum áfanganna.
Á haustönn 2002 fékk NÁT 103 vefurinn e-Scola verðlaun fyrir skapandi notkun á upplýsingatækni í raunvísindakennslu.